Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 128  —  128. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um innstæðutryggingar.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hver er innstæðutrygging á Íslandi fyrir sparifé einstaklinga í evrum og krónum talið?
     2.      Hver er innstæðutrygging í ríkjum Evrópusambandsins fyrir sparifé einstaklinga í evrum og krónum talið?
     3.      Hvaða lönd innan Evrópska efnahagssvæðisins hafa ekki innleitt tilskipun frá Evrópusambandinu um innstæðutryggingar nr. 49/2014 og hver er skýringin á því að Ísland hefur ekki innleitt tilskipunina?
     4.      Hefur Ísland fengið athugasemdir frá Eftirlitsstofnun EFTA fyrir að hafa ekki innleitt tilskipunina um innstæðutryggingar?
     5.      Hefur verið lagt mat á það hvaða líkur séu á því að reyna muni á innstæðutryggingar hér á landi miðað við stöðu bankanna og spár um þróun efnahagsmála næstu misserin?


Skriflegt svar óskast.