Ferill 136. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 137  —  136. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um andlát í fangageymslum og fangelsum.

Frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar hafa látið lífið á meðan þeir voru í vörslu lögreglu frá árinu 1965? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hversu margir einstaklingar hafa látið lífið innan veggja íslenskra fangelsa frá árinu 1965? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     3.      Í hversu mörgum tilfellum hefur rannsókn farið fram á málsatvikum og aðdraganda andláts viðkomandi aðila?
     4.      Hverjir fara með rannsókn slíkra mála? Er það lögreglan, saksóknari eða einhver annar aðili sem annast slíkar rannsóknir? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     5.      Hvernig eru slíkar rannsóknir framkvæmdar? Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.