Ferill 137. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 138  —  137. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um undanþágur frá gjaldeyrishöftum.

Frá Einari Brynjólfssyni.


     1.      Hvaða fjárhæðum nema annars vegar undanþágur frá gjaldeyrishöftum og hins vegar undanþágur til gjaldeyrisviðskipta þar sem íslenska krónan er annar eða einn gjaldmiðlanna sem veittar hafa verið eftirtöldum aðilum:
                  a.      fjármálafyrirtækjum í slitameðferð,
                  b.      fjármálafyrirtækjum sem lokið hafa slitameðferð,
                  c.      lífeyrissjóðum,
                  d.      öðrum innlendum aðilum,
                  e.      forgangskröfuhöfum fallinna fjármálafyrirtækja,
                  f.      almennum kröfuhöfum fallinna fjármálafyrirtækja,
                  g.      erlendum eigendum og kröfuhöfum fyrirtækja sem lokið hafa nauðasamningi,
                  h.      öðrum erlendum aðilum?
     2.      Hversu háar greiðslur hafa verið greiddar til kröfuhafa af innlendum eignum fyrirtækjanna, þ.e. kröfum á innlenda aðila óháð gjaldmiðli, sem áður voru ALMC, Glitnir, Kaupþing banki og Landsbanki Íslands?
     3.      Hversu háar greiðslur á eftir að greiða frá fyrirtækjunum sem áður voru ALMC, Glitnir, Kaupþing banki og Landsbanki Íslands af innlendum eignum þessara fyrirtækja, þ.e. kröfum á innlenda aðila óháð gjaldmiðli?
     4.      Hversu mikið hefur nú þegar verið greitt af skuldabréfum í eigu bankanna sem áður voru ALMC, Glitnir, Kaupþing banki og Landsbanki Íslands sem áttu að ná til meira en sjö ára, sbr. kynningu stjórnvalda á áætlun um afnám hafta?


Skriflegt svar óskast.