Ferill 92. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 147  —  92. mál.
Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Silju Dögg Gunnarsdóttur um ferðakostnað ráðherra.    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins vegna ferða ráðherra frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum í janúar 2017, sundurliðað eftir innan- og utanlandsferðum?

    Heildarkostnaður vegna ferða ráðherra á tímabilinu 11. janúar til og með 4. október 2017 nam alls 1.925.319 kr. og skiptist kostnaðurinn þannig að 1.226.204 kr. voru vegna ferðlaga hans utan lands og 699.115 kr. vegna ferða innan lands.