Ferill 90. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 149  —  90. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Silju Dögg Gunnarsdóttur um ferðakostnað ráðherra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver er heildarkostnaður velferðarráðuneytisins vegna ferða heilbrigðisráðherra annars vegar og félags- og jafnréttismálaráðherra hins vegar frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum í janúar 2017, sundurliðað eftir innan- og utanlandsferðum?

    Kostnaður við ferðir heilbrigðisráðherra frá því að núverandi ríkisstjórn tók við er samtals 1.205.648 kr., þar af eru 114.462 kr. vegna ferða innan lands. Samsvarandi kostnaður við ferðir félags- og jafnréttismálaráðherra nemur samtals 1.227.269 kr., þar af eru 79.719 kr. vegna ferða innan lands. Hér er eingöngu um kostnað við ferðir ráðherra að ræða. Kostnaður annars starfsfólks, sem eftir atvikum var með í för, er undanskilinn.