Ferill 31. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 31  —  31. mál.





Fyrirspurn


til forsætisráðherra um siðareglur og upplýsingagjöf.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hefur ríkisstjórnin sett sér siðareglur og, ef svo er, hver ber ábyrgð á að þeim sé framfylgt og hver er málsmeðferðin komi upp brot á siðareglum ráðherra?
     2.      Hver leggur mat á hvort upplýsingar sem ráðherra hefur undir höndum varðandi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum varði almannahag eða ekki, sbr. 6. gr. siðareglna ráðherra um upplýsingagjöf og samskipti við almenning?
     3.      Hefur farið fram mat á því hvort efni skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum varði almannahag? Ef svo er, hver var niðurstaða þess mats? Ef ekki, hvers vegna ekki?
     4.      Hvað telst vera reglulegur og skipulagður háttur við upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla?
     5.      Braut ráðherra siðareglur með töfum á birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum?


Skriflegt svar óskast.