Ferill 55. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 57  —  55. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um ívilnunarsamninga.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Hversu marga svokallaða ívilnunarsamninga hafa íslensk stjórnvöld gert frá árinu 2009?
     2.      Við hvaða fyrirtæki hafa ívilnunarsamningar verið gerðir og vegna hvaða fjárfestinga?
     3.      Hver má áætla að sé heildarupphæð afsláttar, skattalegs hagræðis eða ívilnunar, af opinberum gjöldum frá árinu 2009 til ársloka 2017?


Skriflegt svar óskast.