Ferill 60. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 62  —  60. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um launafl.

Frá Smára McCarthy og Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu mikið launafl fer til spillis á ári á Íslandi og hvernig hefur sú orkusóun þróast undanfarin ár?
     2.      Hversu margar MVArh (MWh launafls) eru vegna stóriðju á ári? Eru til sundurliðuð gögn eftir verksmiðjum?
     3.      Kemur til greina að leggja fram frumvarp um launaflsjöfnun til að draga úr orkusóun, á borð við það sem hefur verið gert í Finnlandi þar sem tekin hefur verið upp sú regla að notendur greiði fyrir launafl umfram ákveðið þak?


Skriflegt svar óskast.