Ferill 68. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 75  —  68. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um skattfrádrátt til nýsköpunarfyrirtækja.

Frá Jóni Steindóri Valdimarssyni.


     1.      Hve mörg nýsköpunarfyrirtæki hafa notið skattfrádráttar samkvæmt lögum nr. 152/2009, hver er heildarupphæð frádráttar, hve stór hluti kemur til útgreiðslu, hvert er hámark frádráttar og hve mörg fyrirtæki hafa talið fram það mikinn kostnað að endurgreiðsla hefur takmarkast við leyfilegt hámark? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hvert er áætlað umfang skattfrádráttar það sem eftir lifir gildistíma laganna? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     3.      Hvert væri áætlað umfang skattfrádráttar það sem eftir lifir gildistíma laganna ef hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti hjá hverju fyrirtæki, sbr. 1. mgr. 10. gr. fyrrgreindra laga, yrði afnumið? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     4.      Hvert er mat ráðherra á áhrifum þessa skattfrádráttar á nýsköpun í landinu í heild og á einstök fyrirtæki? Liggi slíkt mat ekki fyrir, hyggst ráðherra láta gera slíkt mat og hvenær á því að vera lokið?
     5.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir heildarendurskoðun laganna með hliðsjón af fenginni reynslu og hliðstæðum stuðningi í öðrum löndum með það fyrir augum að ný og endurbætt lög taki gildi eigi síðar en 31. desember 2019? Ef svo er, hvaða sjónarmið verða lögð til grundvallar slíkri endurskoðun?


Skriflegt svar óskast.