Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 81  —  72. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um rekstrarform og ráðstöfun eigna Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Frá Jóni Steindóri Valdimarssyni.


     1.      Hefur starfshópur sem ráðherra skipaði til að fara yfir og koma með tillögur að framtíðarrekstrarformi og ráðstöfun eigna Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins skilað niðurstöðum til ráðherra? Ef ekki, hvað skýrir drátt á skilum og hvenær má reikna með þeim? Ef niðurstöðum hefur verið skilað, hvers vegna hafa þær ekki verið birtar og hvenær hyggst ráðherra birta þær?
     2.      Hyggst ráðherra leggja fram frumvarp til breytinga á lögum nr. 61/1997, um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, á yfirstandandi þingi? Ef svo er, hvert yrði markmið þeirra breytinga og hvaða leiðir að þeim hyggst ráðherra leggja til grundvallar í væntanlegu frumvarpi?
     3.      Hyggst ráðherra leggja til auknar fjárveitingar til starfsemi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins?


Skriflegt svar óskast.