Ferill 73. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 87  —  73. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samkeppni í mjólkuriðnaði og stuðning við hann.

Frá Þorsteini Víglundssyni.

     1.      Var lagt mat á væntanleg áhrif á samkeppni á dagvörumarkaði áður en lög nr. 85/2004, um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, voru sett og mjólkuriðnaði veittar margvíslegar undanþágur frá samkeppnislögum?
     2.      Hafa stjórnvöld lagt mat á áhrif þessara undanþágna eftir að lögin voru sett?
     3.      Hvernig hefur innflutningur á mjólk og mjólkurafurðum þróast á sama tíma og hvert er umfang hans í hlutfalli við innlenda framleiðslu?
     4.      Hvernig hefur verðþróun mjólkur og helstu mjólkurafurða verið á sama tíma? Óskað er sundurliðaðra upplýsinga um verðþróun mjólkur og helstu mjólkurafurða í samanburði við þróun:
                  a.      vísitölu neysluverðs án húsnæðis,
                  b.      verðs á matvöru almennt,
                  c.      verðs annarrar drykkjarvöru, þ.e. gosdrykkja, vatns og ávaxtasafa,
                  d.      verðs á kjötvöru,
                  e.      verðs á grænmeti?
     5.      Hvernig hefur stuðningur við mjólkuriðnað þróast á gildistíma laga nr. 85/2004 sem hlutfall af stuðningi við landbúnað alls?
     6.      Hvernig hafa greiðslur til bænda og afurðastöðva þróast á föstu verðlagi á sama tímabili? Óskað er eftir sundurliðun eftir tegundum greiðslna.


Skriflegt svar óskast.