Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 98  —  1. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018.

Frá 3. minni hluta fjárlaganefndar (BirgÞ).


Breyting á sundurliðun 1:
1. Liðurinn 114.2.1 Vörugjald af ökutækjum hækki um 1.500 m.kr.
Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
09 Almanna- og réttaröryggi
2. Við 09.10 Löggæsla
Heildargjöld
15.146,6 370,0 15.516,6
11 Samgöngu- og fjarskiptamál
3. Við 11.10 Samgöngur
Heildargjöld
36.088,7 820,0 36.908,7
17 Umhverfismál
4.
Við 17.10 Náttúruvernd, skógrækt og landgræðsla
Heildargjöld
4.405,3 200,0 4.605,3
23 Sjúkrahúsþjónusta
5. Við 23.20 Almenn sjúkrahúsþjónusta
Heildargjöld
9.155,5 480,0 9.635,5
28 Málefni aldraðra
6. Við 28.10 Bætur skv. lögum um
    almannatryggingar, lífeyrir aldraðra
Rekstrartilfærslur
69.772,2 2.400,0 72.172,2Greinargerð.

    Lagt er til að ívilnun fyrir bílaleigur á vörugjöldum verði felld niður þannig að þær greiði aðflutningsgjöld sem nema 1,5 milljörðum kr. og andvirðinu verði ráðstafað með eftirfarandi hætti:
     1.      Framlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnana aukist um 480 millj. kr. og skiptist sem hér segir:
                  a.      Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: 90 millj. kr.
                  b.      Heilbrigðisstofnun Suðurlands: 100 millj. kr.
                  c.      Heilbrigðisstofnun Austurlands: 90 millj. kr.
                  d.      Heilbrigðisstofnun Norðurlands: 100 millj. kr.
                  e.      Heilbrigðisstofnun Vesturlands: 100 millj. kr.
     2.      Framlag til vegamála hækki um 820 millj. kr. og verði varið til Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar, frá Kaldársselsvegi að mislægum gatnamótum Krýsuvíkurvegar.
     3.      200 millj. kr. verði varið til loftslagsmála og skiptist þannig að Skógrækt ríkisins fái 100 millj. kr. og Landgræðsla ríkisins 100 millj. kr.
    Einnig er gerð tillaga um 370 millj. kr. framlag til baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi sem skiptist á eftirfarandi hátt: 250 millj. kr. fari í verkefnapott sem lögregluembætti landsins og tollembætti geta sótt í til þess að berjast gegn skipulagðri glæpastarfssemi, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fái 50 millj. kr. til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og 10 millj. kr. til að endurnýja búnað til rannsókna, 50 millj. kr. fari í verkefnapott til þjálfunar og menntunar rannsóknarlögreglumanna og ákærenda á landsvísu, og 10 millj. kr. verði varið í verkefni lögreglu í tengslum við unga brotamenn.
    Að auki er lagt til að fjárheimild til ellilífeyris hækki um 2.400 millj. kr. í því augnamiði að atvinnutekjur ellilífeyrisþega rýri ekki lífeyrisgreiðslur.