Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 100  —  1. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018.

Frá 4. minni hluta fjárlaganefndar (BLG).


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2
10 Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála
1. Við 10.30 Sýslumenn
Rekstrarframlög
2.871,9 300,0 3.171,9
11 Samgöngu- og fjarskiptamál
2. Við 11.10 Samgöngur
Heildargjöld
36.088,7 110,0 36.198,7
23 Sjúkrahúsþjónusta
3. Við 23.10 Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta
Heildargjöld
80.073,6 3.050,0 83.123,6
25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
4. Við 25.10 Hjúkrunar- og dvalarrými
Heildargjöld
41.618,6 560,0 42.178,6
27 Örorka og málefni fatlaðs fólks
5. Við 27.10 Bætur skv. lögum um
    almannatryggingar, örorkulífeyrir
Rekstrartilfærslur
41.027,9 1.731,0 42.758,9
31 Húsnæðisstuðningur
6. Við 31.10 Húsnæðisstuðningur
08 Velferðarráðuneyti
Heildargjöld
9.392,6 12.000,0 21.392,6

Greinargerð.

    Gerð er tillaga um eftirfarandi:
     1.      300 millj. kr. hækkun á framlagi til sýslumannsembætta til að tryggja rekstrargrundvöll þeirra.
     2.      110 millj. kr. hækkun á framlagi til hafnamála vegna lengingar Norðurgarðs í Grundarfirði.
     3.      3.050 millj. kr. hækkun á framlagi til sjúkrahúsa sem skiptist í tvennt. Annars vegar 2.750 millj. kr. til Landspítala til að bráðamóttökur, skurðstofur og aðrar þjónustueiningar verði fullmannaðar auk þess sem endurnýjun og viðhald tækja og húsa verði fjármögnuð. Hins vegar 300 millj. kr. til Sjúkrahússins á Akureyri vegna reksturs, tækjakaupa og vinnu við nýja legudeild.
     4.      560 millj. kr. framlag til heimahjúkrunar.
     5.      1.731 millj. kr. framlag til hækkunar örorkulífeyris þannnig að dregið verði úr skerðingu vegna tekna með tilfærslu úr sérstakri framfærsluuppbót í örorkulífeyri.
     6.      12.000 millj. kr. framlag til húsnæðismála, þ.e. til nýbyggingar til sölu og útleigu til íbúa, í formi stofnframlags inn í Íbúðalánasjóð og hækkaðra framlaga inn í húsnæðissamvinnufélög.