Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 107  —  3. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2018.

Frá Ólafi Ísleifssyni, Guðmundi Inga Kristinssyni, Ingu Sæland, Karli Gauta Hjaltasyni, Helga Hrafni Gunnarssyni og Oddnýju G. Harðardóttur.


    Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    Við 28. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Uppbætur á lífeyri skv. 1. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 10. gr. laga um félagslega aðstoð.

Greinargerð.

    Lagt er til að uppbót á lífeyri vegna kostnaðar sem ekki fæst greiddur eða bættur með öðrum hætti til lífeyrisþega sem ekki getur framfleytt sér án hennar, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, og uppbót til hreyfihamlaðs elli- eða örorkulífeyrisþega og örorkustyrkþega vegna reksturs bifreiðar, sbr. 2. mgr. 10. gr. sömu laga, verði undanþegin skattskyldu samkvæmt lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003. Um er að ræða greiðslur á kostnaði sem óeðlilegt er að skattleggja sem tekjur.