Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 121  —  3. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2018.

Frá Jóni Þór Ólafssyni, Birni Leví Gunnarssyni, Halldóru Mogensen, Helga Hrafni Gunnarssyni, Smára McCarthy og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.


    Á undan 42. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
     a.      (42. gr.)
                 Við 8. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá er útleiga veiðiréttar skattskyld, svo og sala veiðileyfa þegar um er að ræða fast gjald, óháð veiðifeng.
     b.      (43. gr.)
                 Á eftir 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Útleiga veiðiréttar og sala veiðileyfa þegar um er að ræða fast gjald, óháð veiðifeng.

Greinargerð.

    Lagt er til að virðisaukaskattsskyld verði útleiga veiðiréttar og sala veiðileyfa sem ekki er bundin aflamagni á þann hátt að líta verði á hana sem virðisaukaskattsskylda vörusölu. Skatthlutfall verður samkvæmt neðra þrepi 2. mgr. 14. gr. laga um virðisaukaskatt.