Ferill 99. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 167  —  99. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um kirkjujarðasamkomulagið frá 1997/98.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


     1.      Hver hafa verið heildarútgjöld ríkissjóðs á verðlagi ársins 2017 vegna kirkjujarðasamkomulagsins frá 1997/98? Svar óskast sundurliðað eftir árum og einstökum liðum samkomulagsins.
     2.      Hefur verið lagt mat á framtíðarskuldbindingu ríkissjóðs vegna samkomulagsins og ef svo er, hver er hún?
     3.      Liggur fyrir eitthvert mat á þeim eignum sem skiptu um hendur samkvæmt samkomulaginu með hliðsjón af þeim greiðslum sem ríkissjóður hefur innt af hendi?


Skriflegt svar óskast.