Ferill 106. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 175  —  106. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um afgreiðslu umsókna um skattfrjálsa úttekt séreignarsparnaðar.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hver er meðalafgreiðslutími umsókna um skattfrjálsa úttekt séreignarsparnaðar samkvæmt lögum nr. 111/2016?
     2.      Eru einhverjar reglur í gildi um hámarksafgreiðslutíma slíkra umsókna?
     3.      Hvaða sjónarmið koma helst til athugunar við afgreiðslu umsóknanna?
     4.      Hvaða áhrif hefur langur afgreiðslutími á mánaðarlegar afborganir af lánum umsækjenda ef inngreiðslur á lán hefjast ekki fyrr en nokkum mánuðum eftir að sótt er um skattfrjálsa úttekt séreignarsparnaðar? Svar óskast með útreiknuðu meðaltali miðað við biðtíma þeirra umsókna um innborgun á lán sem hafa verið afgreiddar.


Skriflegt svar óskast.