Ferill 123. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 192  —  123. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um aðgerðaáætlun um orkuskipti.

Frá Olgu Margréti Cilia.


     1.      Hvernig miðar vinnu að því markmiði þingsályktunar um aðgerðaáætlun um orkuskipti, nr. 18/146, að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi verði 10% fyrir árið 2020 og 40% fyrir árið 2030? Hvert er nú hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi?
     2.      Hvernig miðar vinnu að því markmiði aðgerðaáætlunarinnar að hlutfall endurnýjanlegrar orku fyrir haftengda starfsemi verði 10% árið 2030 og hvert er nú hlutfall endurnýjanlegrar orku fyrir haftengda starfsemi?
     3.      Hvaða önnur skref, ef einhver, hyggst ráðherra taka á kjörtímabilinu til þess að draga úr notkun þjóðarinnar á jarðefnaeldsneyti?
     4.      Hefur ráðherra áform um að gera notkun umhverfisvænna orkugjafa aðgengilegri fyrir almenning og ef svo er, hverjar eru áformaðar aðgerðir að þessu marki?


Skriflegt svar óskast.