Ferill 136. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 208  —  136. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sjálfsvíg á geðdeildum og meðferðarstofnunum.

Frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.


     1.      Hversu margir sjúklingar hafa framið sjálfsvíg eða látist af öðrum ástæðum á:
                  a.      geðdeildum Landspítalans,
                  b.      geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri,
                  c.      Vogi og öðrum meðferðarstofnunum, og þá hvaða stofnunum?
     2.      Hversu margir sjúklingar hafa slasast alvarlega við sjálfsvígstilraun á:
                  a.      geðdeildum Landspítalans,
                  b.      geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri,
                  c.      Vogi og öðrum meðferðarstofnunum, og þá hvaða stofnunum?


Skriflegt svar óskast.