Ferill 139. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 211  —  139. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um rekstur háskóla.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hver var fjöldi nýnema og fjöldi útskrifaðra nemenda á hverri önn í hverri deild í hverjum háskóla fyrir sig sl.10 ár?
     2.      Hvernig skiptist árlegt fjármagn milli deilda/sviða háskólanna samkvæmt reiknilíkani ráðuneytisins árin 2017 og 2018?
     3.      Hvaða áhrif hafði nemendafjöldi á fjárframlög til hvers háskóla árin 2017 og 2018?
     4.      Hvernig sundurliðast árlegur kostnaður háskólanna eftir önnum samkvæmt reiknilíkani ráðuneytisins sl. 10 ár, að meðtöldu árinu 2018 samkvæmt áætlun fjárlaga?
     5.      Hver hefur verið árleg úthlutun af safnliðum ráðuneytisins eftir háskólum sl. 10 ár og hverjar eru forsendur úthlutunar hvers árs?
     6.      Hver var árlegur kostnaður sömu skóla samkvæmt ríkisreikningi og hver er helsta skýring árlegs fráviks í rekstri hvers skóla frá kostnaðarmati samkvæmt reiknilíkaninu?
     7.      Hvert var brottfall nemenda á hverri önn og hvernig skilgreinir ráðherra brottfall úr háskóla?
     8.      Er marktækur munur á brottfalli milli deilda í opinberum háskólum? Ef svo er, hver er munurinn?
     9.      Hver var árlegur kostnaður hvers háskóla vegna brottfallinna nemenda og hvernig er sá kostnaður gerður upp?
     10.      Hvað kostaði hver útskriftarnemi á önn að meðaltali hjá hverjum skóla sl. 10 ár?
     11.      Hver var áætlaður kostnaður við hvern nemanda samkvæmt verðflokkum ráðuneytisins, með og án frádráttarliða árin 2017 og samkvæmt áætlun fjárlaga 2018?


Skriflegt svar óskast.