Ferill 140. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 212  —  140. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kostnað við hjúkrunarheimili og heilbrigðisþjónustu.

Frá Ólafi Þór Gunnarssyni.


     1.      Hve stór hluti kostnaðar við rekstur hjúkrunarheimila er vegna heilbrigðisþjónustu við heimilismenn og hve stór hluti er vegna annarrar þjónustu, svo sem félagsþjónustu?
     2.      Mun ráðherra taka til athugunar að sömu viðmið verði látin gilda varðandi heildarkostnaðarþátttöku ríkisins vegna heilbrigðisþjónustu við íbúa hjúkrunarheimila og eiga við um aðra landsmenn?
     3.      Telur ráðherra koma til álita að kostnaðarþátttaka íbúa hjúkrunarheimila verði tekin til endurskoðunar með það fyrir augum að kostnaður þeirra vegna heilbrigðisþjónustu verði ekki meiri en annarra landsmanna?