Ferill 145. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 217  —  145. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sparnað ríkissjóðs af Hvalfjarðargöngum.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hver er áætlaður sparnaður ríkisins af minni snjómokstri, viðhaldi vega og vegaframkvæmdum í Hvalfirði eftir opnun Hvalfjarðarganga?
     2.      Hver er áætlaður sparnaður ríkisins af því að hætta siglingum Akraborgar eftir opnun Hvalfjarðarganga?


Skriflegt svar óskast.