Ferill 147. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 220  —  147. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fjölda hjónavígslna.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


    Hver var fjöldi hjónavígslna á Íslandi frá ársbyrjun 2013 til ársloka 2017? Svar óskast sundurliðað eftir trúfélögum, lífsskoðunarfélögum og öðrum aðilum sem hafa heimild til þess að framkvæma hjónavígslu, t.d. borgaralegum vígslumanni.


Skriflegt svar óskast.