Ferill 154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 227  —  154. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um vegþjónustu.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hvað er lagt til grundvallar við ákvörðun um þjónustuflokk vetrarþjónustu á þjóðvegum landsins?
     2.      Til hvers var horft þegar ákvörðun var tekin um aukna vetrarþjónustu á tilteknum vegum nú í janúar 2018?
     3.      Hvernig skiptist þjónusta á þjóðvegi 1 eftir þjónustuflokkum 1, 2 og 3? Hversu margir kílómetrar eru í hverjum flokki og hvernig dreifast þeir landfræðilega?
     4.      Hvernig er eftirliti með vetrarþjónustu háttað og hvað felst í því eftirliti?