Ferill 155. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 228  —  155. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um tekjur af VS-afla.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


    Hverjar voru tekjur ríkissjóðs af svonefndum VS-afla síðustu þrjú fiskveiðiár og hvernig var þeim tekjum ráðstafað til einstakra verkefna? Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.