Ferill 158. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 231  —  158. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um þjónustu við börn með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD).

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hver var afrakstur starfshóps um meðferð og þjónustu við börn með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) og skyldar raskanir sem skipaður var af heilbrigðisráðherra 27. maí 2016? Hvers vegna hefur starfshópurinn ekki lokið störfum í ljósi þess að áætlað var að hann skilaði niðurstöðum sínum í september árið 2016?
     2.      Er þjónusta við börn með athyglisbrest og ofvirkni ekki lengur í forgangi hjá ráðherra?
     3.      Hyggst ráðherra kalla starfshópinn saman á ný til að ljúka þeirri vinnu sem hafin var?
     4.      Er á annan hátt unnið að málefnum barna með athyglisbrest og ofvirkni í ráðuneytinu?


Skriflegt svar óskast.