Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 234  —  161. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðgengi fatlaðs fólks að sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu.

Frá Guðmundi Sævari Sævarssyni.


     1.      Hefur ráðherra sett af stað vinnu í samræmi við markmið um að geðsvið sjúkrahúsa veiti sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu fyrir fatlaða einstaklinga með flókna og samsetta greiningu (C.4.) sem var samþykkt með þingsályktun nr. 16/146 um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017–2021?
     2.      Hyggst ráðherra leggja fram aðgerðaáætlun varðandi framkvæmd markmiða sem koma fram í þingsályktuninni og heyra undir heilbrigðisráðherra?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir því á komandi kjörtímabili að fötluðu fólki með geðraskanir sé tryggð sértæk aðstoð á geðsviði Landspítalans?
     4.      Telur ráðherra að viðmið sem tilgreind eru í 25. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og varða aðgang fatlaðs fólks að heilbrigðisþjónustu til jafns við aðra séu uppfyllt hér á landi? Ef ekki, hyggst ráðherra beita sér fyrir því að svo verði?


Skriflegt svar óskast.