Ferill 162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 235  —  162. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um áætlanir um fjarleiðsögu um gervihnött.

Frá Smára McCarthy.


    Hafa verið endurskoðaðar ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2009 og nr. 121/2012 um að fresta þátttöku Íslands í áætlunum um fjarleiðsögu um gervihnött með vísan til efnahagslegra örðugleika? Ef þátttaka er hafin, hver er staða verkefnisins nú? Ef ekki, hvenær má vænta þess að Ísland taki þátt í verkefninu?


Skriflegt svar óskast.