Ferill 164. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 238  —  164. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um stefnu stjórnvalda um innanlandsflug.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hver er stefna stjórnvalda varðandi hlut innanlandsflugs í almenningssamgöngum og hvernig er ætlunin að innleiða hana og framfylgja henni?
     2.      Hver er stefna stjórnvalda um eignarhald, rekstur, viðhald og uppbyggingu innanlandsflugvalla?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir innleiðingu svonefndrar „skoskrar leiðar“, sem felst í niðurgreiðslu á flugfargjöldum til íbúa tiltekinna svæða, eða sambærilegum aðgerðum til að gera innanlandsflug að hagstæðari kosti en nú er fyrir íbúa á landsbyggðinni eins og vikið er að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar?


Skriflegt svar óskast.