Ferill 170. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 244  —  170. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um stöðu og sjálfstæði háskóla á landsbyggðinni.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að eyða óvissu sem ríkt hefur undanfarin ár um stöðu og sjálfstæði Háskólans á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskólans á Bifröst og styrkja og tryggja starfsemi þeirra þannig að þeir geti vaxið í heimabyggðum sínum?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að tryggja áframhaldandi sjálfstæði þessara háskólastofnana og uppbyggingu þeirra?


Skriflegt svar óskast.