Ferill 173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing.
2. uppprentun.

Þingskjal 247  —  173. mál.
Ráðherra.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um innheimtu sekta vegna umferðarlagabrota erlendra ferðamanna.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hver var álögð fjárhæð sekta vegna umferðarlagabrota erlendra ferðamanna á hverju ári 2015–2017 og samtals árin 2008–2014? Óskað er eftir upplýsingum um hvernig álagningin skiptist eftir helstu flokkum sekta.
     2.      Hver er útistandandi heildarfjárhæð slíkra sekta fyrir hvert ár 2015–2017 og samtals árin þar á undan, skipt eftir helstu flokkum sekta?
     3.      Hver eru árleg innheimtuhlutföll?
     4.      Hvernig skiptast dráttarvextir og annar kostnaður vegna innheimtu sektanna eftir árum?
     5.      Hverjar eru árlegar afskriftir, beinar og óbeinar, sbr. 1. tölul.?
     6.      Hvað má gera ráð fyrir að árlegur innheimtukostnaður vegna fyrrgreindra sekta nemi hárri fjárhæð, hver má gera ráð fyrir að fjöldi ársverka vegna innheimtunnar sé og hve stór hluti kostnaðarins hefur innheimst?
     7.      Hefur allur óbeinn kostnaður sem hlýst af innheimtuvinnu verið lagður á þá sem innheimtan beinist að og hefur hann allur innheimst?


Skriflegt svar óskast.