Ferill 181. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 255  —  181. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hvaða breytinga má vænta í áherslum ráðherra í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu við gerð samgönguáætlunar?
     2.      Hvaða verkefni telur ráðherra brýnust fyrir höfuðborgarsvæðið og hyggst hann beita sér fyrir því að lokið verði við þau á kjörtímabilinu?


Skriflegt svar óskast.