Ferill 187. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 261  —  187. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um formleg erindi frá heilbrigðisstofnunum.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu mörg formleg erindi bárust ráðuneytinu, til ráðherra, embættismanna ráðuneytis, aðstoðarmanna ráðherra eða annarra starfsmanna, frá heilbrigðisstofnunum landsins á árinu 2017?
     2.      Hversu mörgum formlegum erindum var svarað með efnislegu svari og hver var meðalsvartíminn?


Skriflegt svar óskast.