Ferill 188. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 262  —  188. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um undanþágu frá kílómetragjaldi.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hver eru að mati ráðherra rökin fyrir því að bifreiðum ætluðum til fólksflutninga er enn veitt undanþága frá greiðslu kílómetragjalds, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/2004, þrátt fyrir að frá upphafi árs 2016 hafa fólksflutningar verið virðisaukaskattskyldir eins og vöruflutningar og forsendur fyrir undanþágunni virðist því ekki lengur fyrir hendi?
     2.      Hvaða fjárhagslega þýðingu hefur undanþágan fyrir ríkissjóð?


Skriflegt svar óskast.