Ferill 33. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 270  —  33. mál.
Svar


forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um aksturskostnað alþingismanna.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver var mánaðarlegur og árlegur aksturskostnaður sérhvers þeirra þriggja þingmanna sem fengu hæstu greiðslurnar samkvæmt akstursskýrslu á árunum 2013–2016 í hverju kjördæmi?

    Akstur einstakra þingmanna innan lands fer eftir mjög skýrum reglum sem eru opinberar og öllum aðgengilegar. Litið er svo á að aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna. Þess vegna hafa almennt ekki verið veittar persónugreinanlegar upplýsingar um þessar endurgreiðslur, sbr. svar fyrrverandi forseta Alþingis við áþekkri fyrirspurn frá þingmanninum.
    Lögð skal áhersla á að aksturskostnaður einstakra þingmanna er endurgreiðsla fyrir útlagðan kostnað. Er þar farið eftir reglum sem almennt gilda um ríkisstarfsmenn um akstur á eigin bifreiðum í þágu starfs og er stuðst við reglu ferðakostnaðarnefndar fjármála- og efnahagsráðuneytis.
    Aksturskostnaður þingmanna er mjög mismunandi eftir því í hvaða kjördæmi þeir eru kosnir. Hann er einnig mjög mismunandi eftir því hvort þingmenn aka frá heimili sínu utan Reykjavíkur og nágrennis eða ekki („heimanakstursmenn“), en þeir fá aðeins hluta húsnæðiskostnaðar greiddan.
    Ferðakostnaður þingmanna er enn fremur breytilegur eftir því hvort um akstur eigin bifreiða er að ræða, akstur á bílaleigubílum eða mest er um flugferðir í kjördæmi eða á fundi.
    Leitast hefur verið við að haga ferðakostnaði á sem hagkvæmastan hátt, að flugferðir séu fremur notaðar en akstur og bílaleigubílar fremur en akstur á eigin bifreiðum þegar þingmenn þurfa að aka meira en 15 þús. km á ári, samkvæmt reglum forsætisnefndar. Eins og fram kemur á þeim upplýsingum sem hér fylgja á eftir hefur aksturskostnaður farið lækkandi á hverju ári frá 2013, enda hefur verið skerpt á þeim reglum að velja ætíð hagkvæmasta ferðamátann.
    Í eftirfarandi töflum er sem svar við fyrirspurninni birt yfirlit um árlegar endurgreiðslur aksturskostnaðar þeirra tíu þingmanna sem hæstu endurgreiðslur hafa fengið á árunum 2013–2017. Þær eru ekki greindar á kjördæmi enda þykir þá farið nærri persónugreinanlegum upplýsingum. Hafa ber í huga að hér er í senn um að ræða endurgreiðslu fyrir daglegan akstur á þingstað og endurgreiðslu fyrir ferðir á fundi og annað af því tagi.

Akstur árið 2017
km kr.
1. 47.644 4.621.144
2. 35.065 3.457.234
3. 30.672 3.088.679
4. 27.204 2.773.584
5. 24.617 2.547.083
6. 23.469 2.471.403
7. 22.876 2.368.916
8. 18.182 1.929.818
9. 12.867 1.371.380
10. 10.608 1.136.663
Árið í heild 284.281 29.184.374
    


Akstur árið 2016
km kr.
1. 51.806 4.892.668
2. 39.900 3.852.387
3. 31.874 3.134.912
4. 30.667 3.041.984
5. 30.186 2.995.993
6. 27.881 2.783.528
7. 25.445 2.569.160
8. 17.896 1.881.704
9. 16.613 1.754.687
10. 13.258 1.453.342
Árið í heild 371.364 37.771.690


Akstur árið 2015
km kr.
1. 49.275 5.053.194
2. 36.495 3.809.220
3. 29.912 3.152.713
4. 26.770 2.832.462
5. 24.458 2.665.770
6. 23.301 2.502.094
7. 19.527 2.150.278
8. 19.381 2.132.615
9. 18.406 2.045.110
10. 16.210 1.807.769
Árið í heild 353.010 38.460.886
         


Akstur árið 2014
km kr.
1. 54.236 5.388.949
2. 42.447 4.316.285
3. 38.010 3.879.930
4. 35.118 3.610.975
5. 34.711 3.583.957
6. 30.238 3.157.135
7. 29.046 3.057.619
8. 27.337 2.887.342
9. 26.434 2.803.362
10. 25.253 2.693.530
Árið í heild 484.747 51.509.790
    

Akstur árið 2013
km kr.
1. 43.550 4.424.295
2. 32.054 3.326.001
3. 30.115 3.170.449
4. 28.615 3.048.809
5. 24.783 2.617.143
6. 22.938 2.513.903
7. 20.542 2.285.948
8. 19.636 2.178.329
9. 18.692 2.072.968
10. 18.383 2.058.401
Árið í heild 539.631 59.812.190