Ferill 196. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 275  —  196. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um heilbrigðisáætlun.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hver er tímarammi ráðherra við gerð heilbrigðisáætlunar og við hverja verður haft samráð við áætlanagerðina?
     2.      Er skilgreint í heilbrigðisáætlun hvaða þjónustu Landspítalinn eigi að veita, hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eigi að veita og hvaða þjónustu einkaaðilar eigi að sinna?
     3.      Er tekið tillit til landfræðilegra þátta eins og samgangna og fjarlægða á milli byggðarlaga í heilbrigðisáætlun?
     4.      Er tekið tillit til forvarna, lýðheilsu, íbúaþróunar á starfssvæðum heilbrigðisstofnana, aldurssamsetningar íbúa, staðsetningar sjúkrabifreiða og aðgangs að sjúkraflugi í heilbrigðisáætlun?
     5.      Er skoðað við gerð heilbrigðisáætlunar hvort hægt sé að nýta auð sjúkrarými á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni til að létta álagi af Landspítalanum?
     6.      Koma fjármála- og efnahagsráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið að gerð heilbrigðisáætlunar?