Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 316  —  223. mál.
Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um stuðning við Fjölskyldumiðstöð Rauða krossins.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


    Hvers vegna var ekki veitt fjármagn til að halda áfram starfi Fjölskyldumiðstöðvar Rauða krossins í Reykjavík, sem hefur nú verið lokað eftir 20 ára starf þar sem ekki tókst að tryggja stuðning frá hinu opinbera? Hvaða úrræði önnur hyggst ráðherra bjóða þeim 484 fjölskyldum sem hafa sótt stuðning þangað áður, eins og fram kemur í ársskýrslu Rauða krossins 2016?