Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 318  —  225. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um úrvinnslu upplýsinga um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hver er staðan á úrvinnslu ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra á þeim gögnum sem keypt hafa verið með upplýsingum um eignir Íslendinga á aflandssvæðum (skattaskjólum) eða hafa fengist með öðrum hætti á undanförnum fjórum árum?
     2.      Hve há fjárhæð hefur runnið í ríkissjóð í kjölfar vinnu með upplýsingar um eignir Íslendinga á aflandssvæðum (skattaskjólum)?
     3.      Hafa eftirlitsstofnanirnar nægilegt fjármagn, starfsfólk og þekkingu til að vinna úr þeim gögnum sem fyrir liggja?
     4.      Hvernig gengur úrvinnslan hér á landi í samanburði við úrvinnslu danskra stjórnvalda á sambærilegum gögnum þar í landi?


Skriflegt svar óskast.