Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 322  —  229. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um úrskurði sýslumanns í umgengnismálum.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Á hvaða lagagrundvelli setur sýslumaður verklagsreglur er hann úrskurðar að umgengni foreldra skuli færast yfir á næstu helgi á eftir ef umgengni fellur niður af ástæðum sem varða barnið, t.d. þegar það er veikt, og telur ráðherra að slíkt framsal á reglusetningarheimild sé rétt og í samræmi við lög?
     2.      Telur ráðherra það samræmast 20. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, að í viðtölum sýslumanns við börn, þar sem kannaður er vilji barnsins gagnvart umgengni, sé fulltrúi barnaverndar ekki viðstaddur og telur ráðherra ekki nauðsynlegt að slík viðtöl séu tekin upp svo að aðilar máls geti fengið aðgang að þeim?
     3.      Hvers vegna hafa ekki verið settar leiðbeiningar eða starfsreglur fyrir meðferð sýslumanns á forræðis- og umgengnismálum eins og gerð er krafa um í 3. mgr. 3. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna?
     4.      Með hvaða hætti tryggir ráðherra að stjórnvöld og aðrir sem fara með opinbert vald er varðar börn uppfylli að þessu leyti þær kröfur sem gerðar eru í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna?