Ferill 232. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 328  —  232. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um innflæði erlends áhættufjármagns.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hversu mikið var innstreymi á erlendu áhættufjármagni til Íslands á árunum 2016 og 2017?
     2.      Í hverju var fjárfest hvort ár? Hversu mikið í ríkisskuldabréfum? Hversu mikið í hlutabréfum? Öðru og þá hverju?
     3.      Hver var uppruni téðs fjármagns eftir fjárfestum, þ.e. hversu mikið fjárfestu einstaklingar, fjármálastofnanir, önnur fyrirtæki?
     4.      Hvert var upprunaland fjárfestinganna, þ.e. frá hvaða landi var fjárfest?
     5.      Hverjar voru tekjur erlendra fjárfesta af vaxtamunaviðskiptum á árunum 2016 og 2017?
     6.      Hvaða áhrif hafði innflæðið á vaxtastig á Íslandi?
     7.      Hvaða áhrif hafði innflæðið á gengi íslensku krónunnar?


Skriflegt svar óskast.