Ferill 237. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 333  —  237. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sjúkraflutninga.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hyggst ráðherra ganga til samninga við Rauða kross Íslands (RKÍ) sem hefur verið samningslaus um rekstur búnaðar til sjúkraflutninga í tvö og hálft ár eða velja aðra leið?
     2.      Hafi ráðherra í hyggju að semja við RKÍ, til hve langs tíma verður samið?
     3.      Munu nýir samningar fela í sér áherslubreytingar, svo sem fjölgun eða fækkun sjúkrabifreiða og breytingar á staðsetningu þeirra á landsbyggðinni?
     4.      Hvernig horfir við ráðherra skipulag sjúkraflutninga til langs tíma?
     5.      Hafa allir þættir þessarar þjónustu verið metnir, bæði þeir sem lúta að gæðum þjónustunnar og kostnaði við rekstur, viðhald og þróun?