Ferill 273. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 375  —  273. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fæðingarstað barns.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hver er skilgreining ráðuneytisins og Þjóðskrár Íslands á fæðingarstað barns?
     2.      Hver er skráður fæðingarstaður barns í þjóðskrá sem fæðist á eftirfarandi stöðum:
                  a.      Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi,
                  b.      Sjúkrahúsinu á Akureyri,
                  c.      Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað,
                  d.      Grímsey,
                  e.      Kjalarnesi,
                  f.      Mjóafirði?
     3.      Eru frávik frá því hvernig fæðingarstaður barns er skráður miðað við skilgreiningu í 1. tölulið? Ef svo er, hvað kann að valda slíkum frávikum?


Skriflegt svar óskast.