Ferill 281. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 383  —  281. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um ráðherrabíla og bílstjóra.


Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum í starfi annars vegar og utan starfs hins vegar?
     2.      Hefur verið gert hlunnindamat vegna notkunar ráðherra á ráðherrabílum? Ef svo er, hvert er hlunnindamatið og á hvaða forsendum er það byggt?
     3.      Heldur ráðherra akstursdagbók þar sem skráð eru erindi og akstursvegalengd?
     4.      Er akstursdagbók yfirfarin og það metið hvenær ráðherra notar bifreiðina í embættiserindum og hvenær í einkaerindum? Hver fer yfir og leggur mat á það?
     5.      Hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009? Sundurliðun óskast á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra.


Skriflegt svar óskast.