Ferill 291. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 393  —  291. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um vaxtakostnað ríkissjóðs.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hver eru lánskjör útistandandi lánaskuldbindinga ríkissjóðs, flokkuð eftir helstu skuldbindingum?
     2.      Hverjar eru skýringar þess að vaxtakostnaður ríkissjóðs er svo hár sem rakið er í glærukynningu fjármálaráðherra vegna fjárlagafrumvarps fyrir 2017 og hærri en annarra Evrópuríkja?
     3.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til að lækka vaxtakostnað ríkissjóðs?
     4.      Hve stóran hluta útistandandi lána væri unnt að endurfjármagna áður en til gjalddaga kemur?
     5.      Hver gæti orðið væntanlegur ávinningur af endurfjármögnun, ef af henni yrði?
     6.      Hver er vaxtakostnaður sundurliðaður eftir árum og einstökum skuldbindingum í lánasafni ríkissjóðs fyrir tímabilið 2012–2017?
     7.      Hver er ávöxtunarkrafa útistandandi skuldabréfaflokka sem útgefnir eru af ríkissjóði og hver var hún við hverja útgáfu?
     8.      Hvað nam árlegur gjaldfærður vaxtakostnaður lífeyrisskuldbindinga hárri fjárhæð á árunum 2006–2017?
     9.      Hver hefði árlegur gjaldfærður vaxtakostnaður lífeyrisskuldbindinga verið hefði endurmat þeirra verið gjaldfært í stað þess að færast á endurmatsreikning?
     10.      Telur ráðherra að fyrrgreindar færslur á endurmatsreikning hafi verið í fullnægjandi samræmi við þá reikningsskilastaðla sem beita ber við þennan þátt uppgjörs ríkisreiknings? Óskað er eftir tilvísun í þá reikningsskilastaðla sem beitt hefur verið í þessu sambandi.


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Í glærukynningu fjármálaráðherra vegna fjárlagafrumvarps fyrir 2017 kemur fram að vaxtakostnaður ríkissjóðs sé hærri hér á landi en í nokkru ríkja ESB þótt skuldastaða Íslands sé í meðallagi í þeim samanburði sem þar er að finna.