Ferill 311. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 419  —  311. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um starfsemi sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Hversu mörg stöðugildi heyra undir ríkislögreglustjóra, hvernig skiptast þau eftir deildum og í hvaða umdæmum eru sérsveitarmenn staðsettir?
     2.      Hefur verið tekin ákvörðun innan dómsmálaráðuneytis eða hjá ríkislögreglustjóra að leggja niður starfsemi sérsveitarinnar á Akureyri?
     3.      Hver er stefna dómsmálaráðherra um fjölda stöðugilda sérsveitar ríkislögreglustjóra utan Reykjavíkur?


Skriflegt svar óskast.