Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 420  —  312. mál.
Skriflegt svar.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um eftirlitshlutverk Fjármálaeftirlitsins og greiðslur af verðtryggðum lánum.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvernig gegnir Fjármálaeftirlitið eftirlitshlutverki sínu skv. 19. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, þar á meðal eftirliti með því að útreikningar á greiðslum af verðtryggðum lánum samræmist lögboðnum viðmiðum?
     2.      Hvernig ber að lögum að reikna út greiðslur af verðtryggðu jafngreiðsluláni? Hvaða reikniformúlur hafa af hálfu stjórnvalda verið gefnar út í þessu efni eða lýsingar á útreikningi sem jafna mætti til þeirra?


Skriflegt svar óskast.