Ferill 313. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 421  —  313. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um hnjask á atkvæðakössum.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Í hverju nákvæmlega fólst hnjask á atkvæðakössum sem vísað er til í svari ráðherra á þskj. 348 við 6. tölul. fyrirspurnar um atkvæðakassa?
     2.      Til hvaða aðgerða var gripið í kjölfar atvika sem leiddu til þess að atkvæðakassar urðu fyrir hnjaski til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig?