Ferill 321. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 429  —  321. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hvaða starfsmönnum stofnana á málefnasviði ráðherra lagði ríkið til bifreið árið 2017? Hvert var heildarverðmæti bifreiðanna?
     2.      Hver voru meðalheildarlaun starfsmanna þessara stofnana árið 2017? Hver voru hæstu heildarlaun einstaks starfsmanns hverrar stofnunar árið 2017?
     3.      Fengu einhverjir starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra endurgreiddan aksturskostnað árið 2017 og hver var heildaraksturskostnaður hverrar stofnunar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns hverrar stofnunar?
     4.      Fengu einhverjir starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra endurgreiddan ferðakostnað í formi dagpeninga innan lands eða utan árið 2017 og hver var þá heildarferðakostnaður hverrar stofnunar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns hverrar stofnunar vegna ferðakostnaðar innan lands annars vegar og erlendis hins vegar?
     5.      Var símakostnaður greiddur fyrir einhverja starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra árið 2017 og þá fyrir hve marga starfsmenn hverrar stofnunar? Hver var heildarkostnaður hverrar stofnunar vegna símakostnaðar? Hver var hæsta greiðsla vegna einstaks starfsmanns hverrar stofnunar?
     6.      Fengu starfsmenn þessara stofnana greidda fatapeninga árið 2017? Hver var þá heildarkostnaður hverrar stofnunar vegna fatapeninga?


Skriflegt svar óskast.