Ferill 327. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 436  —  327. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um þriðju valfrjálsu bókunina við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra gera að tillögu sinni að Ísland gerist aðili að og fullgildi þriðju valfrjálsu bókunina við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013? Ef svo er, hvenær stendur til að leggja tillöguna fram og hver er ástæða þess að bókunin hefur ekki enn verið fullgilt?
     2.      Hyggst ráðherra gefa út leiðbeiningarreglur til þeirra sem ætlað er að taka ákvarðanir í málefnum barna, sbr. umfjöllun um 3. mgr. 3. gr. sáttmálans í greinargerð sem fylgdi frumvarpi því sem varð að lögum nr. 19/2013? Ef svo er, hvenær liggja þær fyrir?


Skriflegt svar óskast.