Ferill 328. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 438  —  328. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um samræmd próf og innritun í framhaldsskóla.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Telur ráðherra að sá tilgangur samræmdra prófa, skv. 3. gr. reglugerðar nr. 173/2017, að niðurstöður þeirra skuli nýttar við skipulag náms og kennslu nemenda, samræmist því að niðurstöðurnar kunni að verða notaðar sem viðbótargögn við mat á því hvort nemandi fái skólavist í framhaldsskóla?
     2.      Hyggst ráðherra fella úr gildi ákvæði í reglugerð nr. 1199/2016, um breytingu á reglugerð um innritun nemenda í framhaldsskóla, nr. 1150/2008, sem heimilar framhaldsskólum að nota niðurstöður samræmdra prófa sem viðbótargögn við innritun nemenda?